Um okkur
1881 er góðgerðafélag sem vill stuðla að auknu jafnrétti og jöfnum tækifærum fólks, óháð fjárhag og félagslegum bakgrunni. Við söfnum fé og styðjum verkefni sem ríma við stefnu 1881, þar sem draumurinn um jöfn tækifæri barna og fjölbreytni í samfélaginu er í aðalhlutverki. Félagið er óhagnaðardrifið og öllum ágóða af fjáröflunarverkefnum er úthlutað til einstaklinga eða hópa, í samræmi við stefnu og markmið 1881. Nafn félagsins vísar til byggingarárs Alþingishússins við Austurvöll, þar sem leikreglur samfélagsins eru mótaðar. Með nafngiftinni viljum við minna á mikilvægi lýðræðisins, stuðla að jákvæðum viðhorfum í garð Alþingis og veita því jákvætt aðhald og hvatningu. Í okkar huga er samhverfan í byggingarári þinghússins táknræn, þar sem tveir síðari stafirnir spegla þá fyrri og skapa táknrænt jafnvægi. Með stofnun 1881 viljum við leggja okkar lóð á vogarskálar, við þróun samfélags fyrir alla.Að félaginu stendur breiður hópur bakhjarla, fyrirtækja og einstaklinga, sem leggja félaginu til fjármagn, þjónustu og sérþekkingu. 1881 er vettvangur fyrir fólk sem vill gefa af sér.