Greiðsluskilmálar og skilyrði

ALMENNIR SKILMÁLAR OG GREIÐSLUSKILMÁLAR

Gildir frá 11. ágúst 2023

ALMENNIR SKILMÁLAR

 1. 1881 Góðgerðafélag ses. stendur fyrir söfnun undir heitinu 1881 x pride. Þessir skilmálar gilda um kaup á bolum en allur ágóði af sölunni rennur óskertur til Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Með því að kaupa bol samþykkir þú þessa skilmála.
 2. 1881 Góðgerðafélag ses. áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála þessa án sérstakra tilkynninga. Þeir skilmálar sem fram koma á vefsíðunni gilda hverju sinni. 
 3. Gætt verður trúnaðar við vinnslu persónuupplýsinga sem þátttakendur gefa upp, í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Nánari upplýsingar um meðhöndlun og vinnslu persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu 1881 Góðgerðafélags ses., sem er aðgengileg hér og telst órjúfanlegur hluti skilmála þessara.
 4. Hvers kyns notkun vörumerkja og viðskiptaheita sem birt eru á vefsíðum 1881 Góðgerðafélags ses. er óheimil nema að fengnu skriflegu leyfi frá 1881 Góðgerðafélagi ses.
 5. 1881 Góðgerðafélag ses. ber ekki ábyrgð á efni sem birtist á heimasíðum eða samfélagsmiðlum sem ekki er haldið úti af 1881 Góðgerðafélag ses.
 6. Um skilmála þessa gilda íslensk lög. 

GREIÐSLUSKILMÁLAR

 1. Öll verð sem eru gefin upp á heimasíðunni fyrir 1881 x pride vörur eru í íslenskum krónum.
 2. Kaup á bol fyrir söfnunina eru ekki endurgreidd.

ENDURGREIÐSLUR

 1. Kaup á bol fyrir söfnunina eru ekki endurgreidd. Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið 1881@1881.is ef einhverjar spurningar vakna um sérstaka pöntun.

AFHENDINGARTÍMI

 1. Einungis er hægt að nota Dropp en gjald bætist ofaná vöru samkvæmt verðskrá þeirra. Bolurinn verður afhentur með Dropp frá 15. ágúst. 

PERSÓNUVERND OG ÖRYGGI

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

VARNARÞING

 1. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi ágreiningur sem leita þarf atbeina dómstóla til að leysa úr, skal slíkt dómsmál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Ef eitthvað í texta þykir óljóst eða orka tvímælis er velkomið að senda athugasemdir til 1881 Góðgerðafélags með tölvupósti á netfangið 1881@1881.is