Verkefni

2023

Jól fyrir alla

1881 Góðgerðafélag mun styðja við starfsemi Hjálpræðishersins og Hjálparstarf kirkjunnar í desembermánuði. Með því að kaupa Jólastjörnu 1881 eða gjafabréf frá okkur ertu að styðja við að fjölskyldur sem minna mega sín við matarkaup fyrir jólin og jólagjafir til barna sinna.

Ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

1.783 fjölskyldur fengu aðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir síðustu jól til að kaupa jólamatinn og annað sem tengist hátíðunum.

3.140  börn fengu jólagjafir fyrir jólin 2022 fyrir tilstuðlan Hjálparstarfs kirkjunnar.

Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru. Foreldrum er með þessum hætti jafnframt gert kleift að kaupa jólagjafir fyrir börnin. 

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi sem hefur umsjón með innanlandsstarfi Hjálparstarfsins, segir að aðventan sé vissulega annasamur tími.

„Jólin eru sérstök hjá okkur. Það er vegna þess að þá kemur hingað stór hópur fólks sem við sjáum bara í desember. Auglýsingaflóðið byrjar strax í nóvember um hvernig við eigum að hafa jólin okkar. Það er afar erfitt sem foreldri, sem á lítið sem ekki neitt, að standa fyrir framan börnin sín og geta ekki tekið þátt. Fólk leitar því aðstoðar um jólin til að eiga smávegis aukalega“, segir Vilborg.

Í desember bætist sannarlega við daglegt velferðarstarf Hjálpræðishersins en þá útbúa þau jólagjafir fyrir bæði börn og fullorðna. Hjálpræðisherinn gefur á milli 300-400 jólagjafir til barna í Reykjavík og í Reykjanesbæ en í gjafirnar samanstanda af hlýjum fatnaði, leikföngum og sælgæti.

Með því að kaupa Jólastjörnu 1881 eða gjafabréf fyrir matargjöf eða jólagjöf gefur þú fjölskyldum sem búa við fátækt á Íslandi færi á að halda gleðileg jól.

„Þörfin er meiri nú en oft áður og það er því mikilvægt að við sem getum, látum gott af okkur leiða og sýnum stuðning í verki. Með samtakamætti getum við þannig stuðlað að því að fleiri landsmenn eigi gleðileg jól“, segir Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, framkvæmdastjóri 1881 Góðgerðafélags. 

Jólastjarnan árið 2023 er hönnuð af Karen Blixen fyrir Rosendahl og aðstoðaði Idé House of Brands á Íslandi við merkingu á borða og umbúðum. Jólastjarna fæst einungis á 1881.is

Söfnun til styrktar Listasmiðju fyrir börn í sorg

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía í Sky Lagoon

Þriðjudaginn 17. október stóðum við fyrir tónleikunum Sungið með sorginni í Sky Lagoon.

Edda Björgvins, verndari verkefnisins og Hrannar, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opnuðu viðburðinn með hugljúfum hugvekjum. 

GDRN, Magnús Jóhann, DJ Dóra Júlía, Salka Sól, og Karl Olgeirs spiluðu ljúfa tóna og hjálpuðu okkur við að skapa einstaka kvöldstund í lóninu. 

Listasmiðja fyrir börn í sorg
Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til Listasmiðju fyrir börn í sorg sem skipulögð er af Sorgarmiðstöðinni. Listasmiðjan mun bjóða upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi.

Sorgarmiðstöð
Sorgarmiðstöðin miðar að því að auka vitund og skilning samfélagsins á mikilvægi sorgarúrvinnslu og efla aðgengi að faglegri þjónustu við syrgjendur, m.a. með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra.

Vinur í raun
Með því að gerast Vinur í raun, styrkir þú starfsemi Sorgarmiðstöðvar með mánaðarlegum framlögum. Þannig styður þú börn og fullorðna sem misst hafa ástvin og þurfa að fóta sig á ný í breyttu lífi. Einnig er hægt að styrkja Sorgarmiðstöð með frjálsum framlögum. 

Þessir mögnuðu tónleikar voru samvinnuverkefni 1881 Góðgerðarfélags, Sky Lagoon, Tix sem og fyrrnefndra tónlistarmanna.

1 of 5

Myndir: Jón Ragnar Jónsson - Jon from Iceland

Söfnun til styrktar Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78

1881 Góðgerðafélag safnaði einni milljón króna til styrktar Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 í átaki sem félagið stóð fyrir í tilefni Hinsegin dagana í ágúst. Söfnunin var unnin í samstarfi við Vero Moda og Jack & Jones en verkefnið naut liðsinnis Rakelar Tómasdóttur, hönnuðar. Hún hannaði einstakt merki bolsins sem er með vísan í samasem merkið sem við þekkjum öll og litrófið sem gerir okkur öll einstök, hvert á sinn hátt.

„Samasem merkið þýðir að þó svo við séum öll ólík þá erum við öll jöfn. Engin manneskja er merkilegri en önnur, sama hvernig fólk skilgreinir sig eða skilgreinir sig ekki á litrofi regnbogans. Litirnir í merkinu blandast saman sem táknar að það eru endalausir möguleikar og endalausar leiðir til að vera hinsegin. Það er pláss fyrir okkur öll.“

Rakel Tomas er grafískur hönnuður og myndlistakona. Hinseginleikinn hefur verið sýnilegur í verkum hennar í gengum tíðina.

Allur ágóði af sölunni rann óskertur til ungmennastarfs Samtakanna 78, en undir starfið fellur Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöð Tjarnarinnar. Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-16 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Markmið starfseminnar er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin börnum í skóla og frístundastarfi.

 „Þökk sé söfnuninni mun Hinsegin félagsmiðstöðin geta haldið 10-12 ára starfinu áfram en hætta þurfti starfseminni vegna skorts á fjármagni. Það er gríðarlega mikilvægt að halda utan um þennan aldurshóp og erum við því ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn og hlökkum til að veita 10-12 ára börnum það örugga og skemmtilega rými sem þau eiga skilið.“ - Sólrún Klara Þórisdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.

Söfnunin gekk vonum framar og við erum í skýjunum með afraksturinn. Mörg hundruð manns lögðu verkefninu lið og erum við mjög stolt að geta styrkt jafn mikilvægt starf og Hinsegin félagsmiðstöð ‘78.

1 of 5

Myndir frá 1881 Góðgerðafélagi

2022

Söfnun til styrktar vistheimilisins Mánabergs

Árið 2022 stóð 1881 Góðgerðafélag fyrir söfnun til styrktar vistheimilisins Mánabergs og annara vistheimila sem heyra undir Barnavernd Reykjavíkur sem rekin eru fyrir börn sem búa við slæmar aðstæður heima fyrir. Á heim­il­un­um er mikið lagt upp úr því að börn­in búi við ör­ugg­ar aðstæður þann tíma sem þau dvelja þar. Á vistheim­il­un­um fá for­eldr­ar og börn stuðning á meðan á vist­inni stend­ur. Oft­ast eru það veik­indi for­eldra og erfiðar aðstæður sem leiða til þess að börn þurfa að koma á vistheim­ili og get­ur vist­un verið allt frá ein­um sól­ar­hring upp í nokkra mánuði. 

Átakið Gefðu fimmu var haldið í annað sinn sem og tónleikar í Sky Lagoon þar sem tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir héldu uppi stemningunni. Bræðurnir gáfu vinnu sína en 1881 hélt tónleikana í samvinnu við Sky Lagoon og Tix.is. Markmiðið með söfnuninni var að endurnýja og kaupa búnað til þess að gera vistheimilið Mánaberg hlýlegra og öruggara fyrir unga skjólstæðinga sína.

1 of 4

Myndir: mbl.is/ Stella Andrea Guðmundsdóttir

2021

Söfnun til styrktar Fjársjóð barna

Árið 2021 stóð 1881 Góðgerðafélag fyrir söfnun til styrktar Fjársjóð barna, sjóð sem styrkir verkefni sem stuðla að aukinni velsæld, velferð og hamingju barna. Fyrsta úthlutun sjóðsins rann til Rjóðurs, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Markmið Fjársjóðs barna er einnig að styrkja fleiri verkefni í framtíðinni.

Söfnunin var þrískipt, 1881 stóð fyrir hreyfiátakinu Gefðu fimmu, tónleikum í Sky Lagoon og svo gat fólk stutt málefnið með því að leggja inn á reikning. Allur ágóði rann óskertur í Fjársjóð barna.

Gefðu fimmu er skemmtilegt hreyfi- og fjáröflunarátak, þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á aðra að gera slíkt hið saman. Átakið snérist út á að þátttakendur völdu hvernig hreyfingu þau vildu, ýmist labba, hlaupa eða hjóla, hversu langt þau ætluðu og tilgreindu styrktarupphæðina. Síðan send­i fólk áskor­un á sam­fé­lags­miðlum á fimm vini sína um að gera slíkt hið sama. Fyr­ir þátt­tök­una fékk fólk einnig viður­kenn­ingu til að deila á sam­fé­lags­miðlum og góða sam­visku, fyr­ir að leggja góðu máli lið. 

Það var einstök stemning í Sky Lagoon á tónleikunum sem 1881 stóð fyrir til styrktar verkefninu. DJ Margeir hitaði upp og svo tók Bríet við með undirspili Rubin Pollokc og Þorleifs Gauks.

1 of 5
1 of 5

Myndir: mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

1 of 5

Myndir: mbl.is/Eggert Jóhannesson